Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 18:25 Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira