„Talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 10:45 Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson unnu fjölda titla saman með Haukum. „Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira