Tiger og Peyton gegn Brady og Mickelson í maí? Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 09:00 Frá viðureign félaganna þann 23. nóvember 2018. vísir/getty Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður. Golf NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Heimildarmaður fjölmiðilsins The Action Network segir frá því að í næsta mánuði munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast aftur í „The Match” en þeir mættust í svakalegri golf viðureign í nóvember 2018. Þar voru ansi miklar peningaupphæðir undir en þeir spiluðu einvígi fyrir tæpum tveimur árum þar sem Mickelson vann. Hann tryggði þar sér með meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Umspil þurfti til síðast en nú hefur flest öllum íþróttum verið frestað vegna kórónuveirunnar. TNT sjónvarpsstöðin sér því leik á borði þar sem íþróttaþyrstum vantar afþreyingu þessa daganna. Það verða þó ekki bara Mickelson og Tiger sem spila í þetta skiptið. BREAKING: Tiger Woods, Phil Mickelson, Tom Brady and Peyton Manning golf match is ON. Will air live on TNT next month https://t.co/iK9N2RWL5Z— Darren Rovell (@darrenrovell) April 22, 2020 Sögusagnir segja að NFL-stjörnurnar Tom Brady og Peyton Manning munu einnig spila. Manning myndi vera í liði með Tiger og Brady og Mickelson myndu spila saman. Það er ljóst að þetta yrði ansi áhugavert en Peyton og Brady eru svipað góðir í golfinu. Peyton er með 6,4 í forgjöf en Brady 8,1. Ekki er búið að ákveða hvaða völlur kæmi til greina eða hvaða dagur en þó segir í fréttinni að 24. maí sé líklegur dagur. Einnig er talið líklegt að spilað verði á Medalist Golf Club í Flórída. Engir áhorfendur yrðu leyfðir en allt golf hefur verið á ís síðan 12. mars. PGA-mótaröðin stefnir þó á að byrja aftur þann 11. júní. Woods hafði verið að glíma við bakmeiðsli en er sagður orðinn góður.
Golf NFL Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira