NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Maturinn á boð­stólnum yfir Super Bowl

Annar sunnudagur febrúar er á hverju ári hræðilegur dagur í augum hænsna. Þá er þeim slátrað í massavís og vængjum þeirra og lærleggjum troðið í fúla kjafta um heiminn allan.

Matur
Fréttamynd

Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl

Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni.

Sport
Fréttamynd

Safna milljónum fyrir skúrk mót­herjanna

Það er því miður alltof algengt að skúrkar í íþróttum verði fórnarlamb netníðs og hótanna. Fréttir frá Buffalo í Bandaríkjunum eru því jákvætt innlegg í baráttuna gegn slíkum ósóma.

Sport
Fréttamynd

TikTok mynd­band gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða

Deshaun Watson á eftir tvö ár af risasamningi sínum við NFL liðið Cleveland Browns. Watson á að fá 92 milljónir dollara í laun fyrir þessu tvö ár en svo gæti farið að samfélagsmiðlafíkn hans og kærustunnar komi í veg fyrir að þessir þrettán milljarðar íslenskra króna endi inn á bankareikningi hans.

Sport
Fréttamynd

Fjögur lið að­eins einum leik frá Super Bowl

Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Gaf flotta jakkann sinn í beinni

Greg Anthony er fyrrum NBA leikmaður sem starfar nú sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Hann var að lýsa leik í NBA á dögunum þegar hann ákvað að gefa jakkann sem hann var í.

Sport
Fréttamynd

Las sjálfs­hjálpar­bók í miðjum leik

AJ Brown, einn besti útherji NFL-deildarinnar, las bók á hliðarlínunni þegar lið hans, Philadelphia Eagles, sigraði Green Bay Packers, 22-10, í 1. umferð úrslitakeppninnar í gær.

Sport