NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

FBI varar við þjófum sem herja á í­þrótta­fólk

FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember.

Sport
Fréttamynd

Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“

Stuðningsmenn Chicago Bears í NFL-deildinni vestanhafs hafa ekki haft miklu að fagna þessi jólin. Eða þetta allt þetta tímabil, raunar. Algjörlega vonlaus leikur liðsins við Seattle Seahawks í nótt tók botninn úr.

Sport
Fréttamynd

Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið

NFL meistarar Kansas City Chiefs stefna á að verja Super Bowl titilinn þriðja árið í röð og tryggðu sér efsta sæti AFC deildarinnar með 29-10 sigri gegn Pittsburgh Steelers í nótt. Baltimore Ravens fóru svo upp fyrir Steelers í AFC norður deildinni með 31-2 sigri gegn Houston Texans.

Sport
Fréttamynd

Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu

Taktar félaganna Jared Goff og Jahmyr Gibbs í liði Detroit Lions í öruggum sigri liðsins á Chicago Bears í NFL-deildinni í gær hafa vakið töluverða lukku. Báðir féllu þeir viljandi við til að slá vörn Bjarnanna út af laginu, sem skilaði snertimarki.

Sport
Fréttamynd

Haltur Mahomes skoraði snerti­mark

Leikstjórnandi Kansas Chiefs, Patrick Mahomes, gerði sér lítið fyrir og skoraði snertimark upp á eigin spýtur í kvöld í leik Chiefs og Houston Texans.

Sport
Fréttamynd

Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina

Það eru ekki nema rétt rúmir fjórir mánuðir síðan Roje Stona frá Jamaíka tryggði sér gullverðlaun í kringlukasti á Ólympíuleikunum í París og hann er þegar kominn með nýtt markmið.

Sport
Fréttamynd

Enn enn naumi sigurinn hjá meisturunum

Meistarar Kansas City Chiefs tryggðu sér í nótt sigur í sínum riðli í NFL-deildinni níunda árið í röð. Liðið er þess utan komið í úrslitakeppnina.

Sport