„Við ætlum ekki að vera Titanic“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 18:50 Ása Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Stjörnunnar. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar kallar eftir samstöðu innan félagsins á erfiðum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og segir Stjörnufólk ætla að komast sameinað í gegnum vandann. Ása Inga var í heimsókn í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hún ræddi um það hvað Stjörnufólk hygðist gera nú þegar allt mótahald liggur niðri, minna fé fæst frá styrktaraðilum og foreldrar iðkenda vilja jafnvel fá æfingagjöld endurgreidd. „Ég held að eina lausnin í stöðu eins og þessari, og ég ætla að fá að vitna í það flotta fólk sem er búið að vera í framlínunni hjá okkur varðandi þennan vágest, sé liðsheild. Þau hafa nefnt það að í þessari stöðu þá þýði ekki að vera með einhverja einstaklingshyggju. Þetta sé samfélagslegt vandamál sem við þurfum að takast á við. Íþróttahreyfingin er eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem við þurfum að finna lausn á núna í sameiningu,“ sagði Ása Inga. „Fyrir mitt félag alla vega hefur umræðan verið þannig, og þið afsakið þessa dramatísku lýsingu, að við ætlum ekki að vera Titanic, þar sem sumir fá björgunarbáta og horfa á hina drukkna. Við sem félag erum að kenna börnum liðsheild alla daga, og ef að við ætlum núna ekki að standa saman og vinna að því að við öll tökum á okkur einhvers konar högg, en við gerum það saman og það verður þá að öllum líkindum mildara, að þá stöndum við ekki fyrir það sem við segjumst standa fyrir,“ sagði Ása Inga. Hún sagði Stjörnufólk horfa til svipaðrar leiðar og Valsmenn hafa farið. „Þær aðgerðir sem við í Stjörnunni horfum á í dag er að við tökum þetta á okkur sem lið, hvort sem um er að ræða barna- og unglingastarf eða meistaraflokkastarf. Við erum Stjarnan, ekki Stjarnan þetta eða Stjarnan hitt. Við vinnum sameiginlega að lausn á vandanum, og ég held að þetta sé mjög svipuð lausn og Valur tilkynnti um í dag. Við erum akkúrat núna að taka þessi samtöl við okkar fólk í Stjörnunni og þess vegna vil ég ekki fara út í það nánar um hvað er að ræða, en mín upplifun af því hefur verið að menn taki almennt mjög vel í þetta og það eru allir á því að við stöndum saman.“ Klippa: Sportið í dag - Ása Inga ræðir leið Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild karla Fimleikar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira