Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:18 Eldsneyti þykir ekki jafn eftirsóknarvert og áður, nú þegar ferðum hefur fækkar í faraldri. Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira
Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08