Vinnumálastofnun nær ekki að greiða allt út á réttum tíma næstu mánaðamót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 15:23 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, var gestur upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira