Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 23:41 Justin Trudeau á ráðstefnu í München fyrr á árinu. Getty/Anadolu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira