Léttir til yfir Vestfjörðum: Þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 12:45 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir það miklar gleðifréttir að enginn hafi greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Vísir Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira