Varar við því að ferðaþjónusta fari of snemma af stað Andri Eysteinsson skrifar 26. apríl 2020 12:28 Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands. MSC/Niedermueller Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira
Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira