Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2020 17:32 Óvissan í íslenskum efnahagsmálum hefur ekki verið eins mikil í áratugi og enginn veit í raun hvenær henni lýkur og hverjar afleiðingarnar verða að fullu. Leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í dag til að ræða aðgerðir og aðgerðaleysi. Stjórnarandstaðan hefur stutt allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til og gert sitt til að hratt verði brugðist við. Eðlilega hafa frumvörp tekið breytingum í meðförum Alþingis og þá oft ekki hvað síst fyrir atbeina stjórnarandstöðunnar. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé tækifæri til að bæta í þar sem þarf að efla velferðarkerfið þannig að sósíalisminn sé ekki bara fyrir fyrirtæki í vanda en þeir sem helst þurfi á stuðningi að halda mæti aðeins köldum kapitalisma.Stöð 2/Einar Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða nauðsynlega samstöðu á þessum óvissutímum í Víglínunni en einnig þær hugmyndir sem þeir og flokkar þeirra segja ekki hafa verið tekið tillit til á undanförnum vikum. Formaður Miðflokksins segir aðgerðir stjórnvalda þurfa að vera umfangsmeiriVísir/Einar Þá telja þeir báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar, enda allir sammála um að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og birtist á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu. Efnahagsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Óvissan í íslenskum efnahagsmálum hefur ekki verið eins mikil í áratugi og enginn veit í raun hvenær henni lýkur og hverjar afleiðingarnar verða að fullu. Leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í dag til að ræða aðgerðir og aðgerðaleysi. Stjórnarandstaðan hefur stutt allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til og gert sitt til að hratt verði brugðist við. Eðlilega hafa frumvörp tekið breytingum í meðförum Alþingis og þá oft ekki hvað síst fyrir atbeina stjórnarandstöðunnar. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé tækifæri til að bæta í þar sem þarf að efla velferðarkerfið þannig að sósíalisminn sé ekki bara fyrir fyrirtæki í vanda en þeir sem helst þurfi á stuðningi að halda mæti aðeins köldum kapitalisma.Stöð 2/Einar Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða nauðsynlega samstöðu á þessum óvissutímum í Víglínunni en einnig þær hugmyndir sem þeir og flokkar þeirra segja ekki hafa verið tekið tillit til á undanförnum vikum. Formaður Miðflokksins segir aðgerðir stjórnvalda þurfa að vera umfangsmeiriVísir/Einar Þá telja þeir báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar, enda allir sammála um að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og birtist á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.
Efnahagsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira