Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 19:00 Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa. Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira