Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 18:47 Logi og Sigmundur eru formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira