Suður-Kóreumenn segja Kim Jong-un sprelllifandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:42 Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar. Nordicphotos/AFP Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Fregnir af andláti leiðtoga Norður-Kóreu eru stórlega ýktar, ef marka má nágranna þeirra í suðri. Suður-kóreskir embættismenn segja Kim Jong-un við hestaheilsu. „Afstaða ríkisstjórnar okkar er skýr,“ sagði Moon Chung-in, þjóðaröryggisráðgjafi forseta Suður-Kóreu í gærkvöld. „Kim Jong-un er lifandi og við góða heilsu“ Allir helstu fjölmiðlar heims hafa velt sér upp úr heilsufari leiðtogans síðustu daga. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl og það þótti meira en lítið grunsamlegt að Kim hafi ekki tekið þátt í hátíðahöldum vegna afmælis afa hans Kim Il-Sung, eilífðarleiðtoga landsins, þann 15. þessa mánaðar. Fjölmargar áhugaverðar fyrirsagnir hafa því birst síðustu daga. „Einræðisherra Norður-Kóreu talinn vera dauður, heiladauður eða sprækur,“ birtist til að mynda hjá götublaðinu New York Post í gær, fyrirsögn sem þykir fanga sögusagnirnar ágætlega. Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast þó ekki vera í nokkrum vafa um að Kim Jong-un hafi það ágætt. Leiðtoginn hafi haldið sig í strandbænum Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu undanfarnar tvær vikur. Gervihnattarmyndir af Wonsan höfðu einmitt sýnt að lest leiðtogans hefur staðið óhreyfð í bænum undanfarna daga. Suður-kóresk stjórnvöld segja þannig ekki hafa orðið vör við neinar „grunsamlegar hreyfingar“ norðan landamæranna og ekkert sem þau þyrftu að rannsaka eða staðfesta frekar. Orðrómur um slæma heilsu leiðtogans kviknaði fyrr í þessum mánuði þegar suður-kóreskur vefmiðill greindi frá því að Kim væri illa haldinn eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. CNN sagðist síðar hafa heimildir fyrir því að bandarísk stjórnvöld fylgdust vel með heilsufari Kim. Bandaríkjaforseti blés sjálfur á vangaveltur af heiluleysi þess norður-kóreska, rétt eins og stjórnvöld í Peking höfðu áður gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim hverfur úr sviðsljósinu. Árið 2014 sást ekkert til hans í rúmar fimm vikur áður en hann birtist svo aftur og studdist þá við göngustaf. Suður-kóreskar njósnastofnanir sögðu þá að leiðtoginn hafi farið í aðgerð til að fjarlæga vörtu af öðrum ökklanum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira