Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Mynd sem forsetaembætti El Salvador gaf út sem sýnir grímuklæddan fangavörð fylgjast með reglulegu eftirliti með föngum í hámarksöryggisfangelsi í Zacatecoluca á laugardag. Vísir/EPA Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira