Vinna við Notre Dame hafin að nýju Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 13:28 Vinna við viðgerð kirkjunnar stöðvaðist vegna faraldursins. Getty/Chesnot Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“ Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira