Vinna við Notre Dame hafin að nýju Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 13:28 Vinna við viðgerð kirkjunnar stöðvaðist vegna faraldursins. Getty/Chesnot Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“ Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vinna við endurreisn Notre Dame kirkjunnar í París er hafin að nýju eftir að hlé var gert vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fyrir rétt rúmu ári síðan kviknaði í kirkjunni sögufrægu sem stendur við bakka árinnar Signu í París. Heimurinn fylgdist með því þegar sífellt stærri hluti kirkjunnar varð eldi að bráð og að endingu féll turnspíra kirkjunnar í eldhafið ásamt þaki kirkjunnar. Frönsk yfirvöld sögðu að litlu hefði mátt muna svo að dómkirkjan brynni öll til kaldra kola. Sjá einnig: Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því skömmu eftir brunann að kirkjan skyldi endurbyggð innan fimm ára og veittu fjölmargir fjársterkir aðilar fé í söfnun vegna framkvæmdanna. Vinna hefur þó gengið hægt vegna ýmissa atriða. Blýmengun var mikil eftir eldinn og stormar settu strik í reikninginn í vetur, þá var það faraldur kórónuveirunnar sem stöðvaði framkvæmdirnar með öllu í mars. Sóknarprestur Notre Dame, Patrick Chauvet, segir í samtali við Reuters að einn og hálfur mánuður hafi farið forgörðum en framkvæmdir séu þó enn á áætlun. Vinna sé að hefjast að nýju og verði sóttvarnarreglum framfylgt. Búningsklefum og sturtuaðstöðu iðnaðarmanna á svæðinu verður breytt til að koma í veg fyrir smithættu. Spurður um gang framkvæmdanna sagði Chauvet að þó verkefnið sé á áætlun þýði það ekki endilega að þeim verði lokið að fullu að fimm árum liðnum, kirkjan verði þó nothæf á þeim tímapunkti. Chauvet sagði fyrstu verkin hafa snúið að því að fjarlægja málm sem hafði bráðnað við eldsvoðann. „Þegar hann hefur verið fjarlægður, þá getum við sagt að fyrsta skrefi, að gera aðstæður verkamanna öruggar, sé lokið.“
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira