Spá sláandi atvinnuleysistölum við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2020 15:47 Frá Mývatnssveit vísir/vilhelm Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“ Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Forsvarsmenn Skútustaðahrepps gera ráð fyrir að atvinnuleysi í sveitarfélaginu verði 30 prósent í þessum mánuði. Sveitarfélagið treystir mjög á tekjur vegna ferðaþjónustu við Mývatn. Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 30 prósenta heildartekjumissi sveitarfélagsins. Mývatn er ein helsta náttúruperla landsins og þangað sækir, í venjulegu árferði, mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að margir erlendir ferðamenn láti sjá sig þetta árið, vegna kórónuveirufaraldursins. Í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar kemur fram að öll hótel og stærri gististaðir verði lokaðir út maí og sumir jafnvel til haustsins sem sé verri staða en áætluð hafi verið áður. „Áætlað atvinnuleysi í apríl er sláandi og hefur hækkað samkvæmt fyrri spá úr 24,5% í 30%. Til samanburðar var atvinnuleysi 3,7% í mars í fyrra og 3,4% í apríl,“ segir í fundargerðinni. Þetta geri það að verkum að bjartsýnasta spá næstu níu mánuðina þýði að stöðugildum hjá rekstraraðilum í Mývatnssveit fækki um 100 næstu níu mánuði. Það myndi þýða 65 milljón króna tekjusamdrátt hjá sveitarfélaginu. Dregnar eru upp tvær aðrar sviðsmyndir sem gera annnars vegar ráð fyrir 35 prósent samdrætti sem þýði fækkun um 175 stöðugildi, 35 prósent samdrátt og tekjumissi upp á 114 milljónir króna. Hins vegar gerir dekksta sviðsmyndin ráð fyrir fækkun um 200 stöðugildi, 50 prósent samdrátt og 163 milljón króna samdrátt „eða alls 27% heildartekjumissi hjá sveitarfélaginu sem er gríðarlega mikið högg fyrir reksturinn.“
Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira