Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 19:40 Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna kórónuveirunnar á Landspítalanum og rými skapast þá fyrir aðra sjúklinga. Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“