Leikmenn voru hitamældir inn á æfingar hjá Degi: „Ég vildi slútta þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 20:00 Dagur Sigurðsson er með samning um að stýra Japan til ársins 2024. VÍSIR/GETTY Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51