Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 20:02 Það styttist í að Óskar Örn Hauksson og félagar í KR geti hafið titilvörn sína í Pepsi Max-deildinni. Myndin tengist fréttinni óbeint. VÍSIR/BÁRA Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira