Dauðsföll á Spáni ekki færri í sex vikur en efnahagurinn rjúkandi rúst Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 12:35 Sjálfboðaliði í hlífðarbúnaði tekur sýni úr íbúa á hjúkrunarheimili í Barcelona. Vísir/EPA Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Á þriðja hundruð manns létust af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn og hafa ekki færri látist á einum degi í sex vikur. Samdráttur efnahagslífsins á fyrsta ársfjórðungi ársins var sá mesti í sögunni. Spánn er á meðal þeirra landa sem hafa orðið hvað verst úti í kórónuveiruheimsfaraldrinum til þessa. Þar hafa fleiri en 24.000 manns látist úr Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Eitt strangasta útgöngubann í heimi tók gildi þar um miðjan mars. Heilbrigðisyfirvöld greindu í dag frá 268 dauðsföllum vegna faraldursins síðasta sólarhringinn. Ekki hafa færri látist á einum degi frá 20. mars þegar faraldurinn var í vexti. Alls hafa nú 213.435 greinst smitaðir af veirunni. Efnahagslegt höggið af faraldrinum og aðgerðunum til að takmarka útbreiðslu hans hefur verið þungt fyrir spænska hagkerfið. Bráðabirgðatölur benda til þess að það hafi skroppið saman um 5,2%. Einkaneysla hafi dregist saman um 7,5% á sama tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynnti fjögra þrepa áætlun um hvernig ætti að slaka á takmörkunum á þriðjudag. Ætlunin er að daglegt líf geti færst í hefðbundnara horf fyrir lok júní. Hárgreiðslustofur og önnur fyrirtæki sem taka við tímapöntunum fá að hefja starfsemi aftur á mánudag. Veitingastaðir fá þá að bjóða upp á að viðskiptavinir sæki mat. Strendur, sem hafa verið lokaðar í útgöngubanninu, verða opnaðar aftur fyrir lok júní.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01 Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43 Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Evrópuríki undirbúa afnám takmarkana vegna faraldursins Yfirvöld í Evrópuríkjum eru farin að huga að afnámi hinna ýmsu takmarkana sem samfélögum hefur verið sett vegna faraldurs kórónuveirunnar undanfarna mánuði. 25. apríl 2020 21:01
Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. 22. apríl 2020 10:43
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54