Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 21:00 Hafþórs Júlíus Björnsson er bjartsýnn á að ná heimsmetinu á laugardaginn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. Hafþór ætlar að lyfta rúmlega hálfu tonni í réttstöðulyftu fyrstur manna, eða nákvæmlega 501 kílói. Takist það útilokar hann ekki að reyna við enn meiri þyngd. Heimsmetið í réttstöðulyftu, með búnaði, er slétt 500 kíló og er í eigu Eddie Hall. Fylgst verður með tilraun Hafþórs um allan heim: „Ástæðan fyrir því að þetta er að fá svona mikla athygli er að þetta á ekki að vera hægt. Hann tók þetta einu sinni og menn voru í raun orðlausir. Þetta var mikið afrek þá, og það hafa aðrir reynt þetta án árangurs,“ segir Hafþór í Sportinu í dag. Hann hefur mest lyft 470 kílóum í réttstöðulyftu en er bjartsýnn á að heimsmetið falli á laugardaginn. „Ég reyndi þetta einu sinni, á annarri stöng og ekki með búnað, og þá náði ég vigtinni að hnjám. Vinstri löppin mín rann smá til hliðar og ég missti þetta niður. Ég er í mun betra formi núna, búinn að æfa stíft og jafnt, bara fyrir þetta, þannig að ég hef góða trú á þessu,“ segir Hafþór en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hafþór stefnir á heimsmet Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Aflraunir Sportið í dag Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. Hafþór ætlar að lyfta rúmlega hálfu tonni í réttstöðulyftu fyrstur manna, eða nákvæmlega 501 kílói. Takist það útilokar hann ekki að reyna við enn meiri þyngd. Heimsmetið í réttstöðulyftu, með búnaði, er slétt 500 kíló og er í eigu Eddie Hall. Fylgst verður með tilraun Hafþórs um allan heim: „Ástæðan fyrir því að þetta er að fá svona mikla athygli er að þetta á ekki að vera hægt. Hann tók þetta einu sinni og menn voru í raun orðlausir. Þetta var mikið afrek þá, og það hafa aðrir reynt þetta án árangurs,“ segir Hafþór í Sportinu í dag. Hann hefur mest lyft 470 kílóum í réttstöðulyftu en er bjartsýnn á að heimsmetið falli á laugardaginn. „Ég reyndi þetta einu sinni, á annarri stöng og ekki með búnað, og þá náði ég vigtinni að hnjám. Vinstri löppin mín rann smá til hliðar og ég missti þetta niður. Ég er í mun betra formi núna, búinn að æfa stíft og jafnt, bara fyrir þetta, þannig að ég hef góða trú á þessu,“ segir Hafþór en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Hafþór stefnir á heimsmet Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Aflraunir Sportið í dag Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55