Þjálfari bókstaflega henti leikmanni sínum inn á völlinn, Kári Kristján lenti í klemmu, og Afturelding átti líklega verstu lokasókn aldarinnar. Þetta og fleira til má sjá í síðustu útgáfunni af Hvað ertu að gera maður?
Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar þennan handboltavetur skemmtu menn sér konunglega yfir ýmsu furðulegu sem átti sér stað í handboltahöllum landsins á leiktíðinni. Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.