Byggjum réttlátt þjóðfélag Drífa Snædal skrifar 1. maí 2020 07:00 Kæru félagar og landsmenn allir Um heim allan hefur flestu sem við höfum tekið sem gefnu verið ýtt til hliðar til að verja líf okkar og heilsu. Vinna, nám, félagslíf og samskipti hafa tekið stakkaskiptum og breytingarnar kunna að einhverju marki að vara til frambúðar. Framtíðin sem við höfum undirbúið okkur undir, með aukinni áherslu á tækni og grænar lausnir er allt í einu mætt nokkrum árum fyrr en áætlað var og við stöndum frammi fyrir spurningunni: hvernig ætlum við að hafa framtíðina? Allt er breytt. Möguleikum hefur snarfækkað og snarfjölgað. Hér á landi hefur nálgunin verið skynsamleg. Við höfum leitað til fólks sem besta þekkingu hefur á faröldrum og almannaöryggi og við sjáum fram á að geta andað aðeins léttar, þó fyrirvararnir séu enn margir og verði áfram. Alltaf búum við vel að því að eiga öflugt heilbrigðisstarfsfólk og sameiginlega innviði, en aldrei hefur það verið jafn ljóst og nú. Við erum komin í þá stöðu á undan flestum ríkjum að geta einhent okkur í uppbyggingu og næstu skref. Það er einkennandi að þau samfélög sem hafa náð að vernda fólk best gegn veirunni eru þau lönd þar sem samfélagshugsun er ríkjandi í stað þeirrar hugsunar að hver sé sjálfum sér næstur. Lönd sem hafa byggt upp heilbrigðiskerfi og aðra velferð sameiginlega og fyrir alla. Það er dýrmætt að eiga slíka sameign og aldrei sem nú, hana þurfum við að vernda og efla. Við stöndum frammi fyrir efnahagskreppu og þá reynir á samfélagshugsunina. Við erum ekki öll á sama báti, óhugnanlega margir hafa misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. En þó við séum ekki á sama báti getum við sannmælst um að tryggja framfærslu fólks, grunn hins siðmenntaða samfélags, að fólk hafi til hnífs og skeiðar, þak yfir höfuðið og geti notið lífsins gæða. Við stöndum frammi fyrir stórum ákvörðunum um framtíðina. Í mínum huga er það hvorki gerlegt né æskilegt að leita í sama farið. Leiðarstef okkar við uppbyggingu samfélagsins og atvinnulífsins á að vera að allir hafi framfærslu; vinnandi fólk, fólk í atvinnuleit, öryrkjar, aldraðir og námsmenn. Ef við tryggjum ekki framfærslu fólks verður kreppan dýpri og erfiðari bæði fyrir einstaklinga og okkur sem samfélag. Framfærslutrygging er því lykilatriði í vörn og viðspyrnu. Í öllum kreppum leita fjármagnseigendur tækifæra til að auka auð sinn og komast yfir fyrirtæki, stofnanir og jafnvel heimili á brunaútsölu. Eina aflið gegn slíkri græðgi er samstaða fólks og barátta fjöldahreyfinga. Við munum berjast gegn því að endurreisnin verði byggð á að sameignir okkar verði seldar eða að slegið verði af kröfum um laun og aðbúnað vinnandi fólks. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna að verja þau réttindi sem við höfum samið um. Við viljum ekki ástand þar sem atvinnulaust fólk er svo örvæntingafullt að það undirbýður hvert annað í þeirri von að fá einhvern pening í vasann. Eða að slakað sé á öryggi vinnandi fólks í skjóli ástandsins. Þetta er raunveruleg hætta hér á landi og um heim allan. Ísland er fyrirmynd annarra í viðbrögðum við faraldrinum og við skulum líka vera fyrirmynd í því hvernig við byggjum okkur upp að nýju. Við viljum byggja upp réttlátt þjóðfélag. Við skulum einsetja okkur að eftir eitt ár, fyrsta maí árið 2021, verði búið að útrýma atvinnuleysi með góðum og öruggum störfum. Hér verðum við í fullum gangi að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu, menntun, tækni og nýsköpun. Við höfum styrkt okkar innviði og sameiginlegar grunnstoðir. Við getum horft stolt til baka þar sem lífskjörin voru varin, komið var í veg fyrir að reikningnum væri velt yfir á heimilin og jöfnuður hafður að leiðarljósi. Við búum við lýðræðislegt og opið samfélag. Um þetta sameinumst við í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Kæru félagar, það eru víða erfiðleikar en við munum komast í gegnum þá og verðum vonandi sterkari og jafnari og samfélagið réttlátara á eftir. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru félagar og landsmenn allir Um heim allan hefur flestu sem við höfum tekið sem gefnu verið ýtt til hliðar til að verja líf okkar og heilsu. Vinna, nám, félagslíf og samskipti hafa tekið stakkaskiptum og breytingarnar kunna að einhverju marki að vara til frambúðar. Framtíðin sem við höfum undirbúið okkur undir, með aukinni áherslu á tækni og grænar lausnir er allt í einu mætt nokkrum árum fyrr en áætlað var og við stöndum frammi fyrir spurningunni: hvernig ætlum við að hafa framtíðina? Allt er breytt. Möguleikum hefur snarfækkað og snarfjölgað. Hér á landi hefur nálgunin verið skynsamleg. Við höfum leitað til fólks sem besta þekkingu hefur á faröldrum og almannaöryggi og við sjáum fram á að geta andað aðeins léttar, þó fyrirvararnir séu enn margir og verði áfram. Alltaf búum við vel að því að eiga öflugt heilbrigðisstarfsfólk og sameiginlega innviði, en aldrei hefur það verið jafn ljóst og nú. Við erum komin í þá stöðu á undan flestum ríkjum að geta einhent okkur í uppbyggingu og næstu skref. Það er einkennandi að þau samfélög sem hafa náð að vernda fólk best gegn veirunni eru þau lönd þar sem samfélagshugsun er ríkjandi í stað þeirrar hugsunar að hver sé sjálfum sér næstur. Lönd sem hafa byggt upp heilbrigðiskerfi og aðra velferð sameiginlega og fyrir alla. Það er dýrmætt að eiga slíka sameign og aldrei sem nú, hana þurfum við að vernda og efla. Við stöndum frammi fyrir efnahagskreppu og þá reynir á samfélagshugsunina. Við erum ekki öll á sama báti, óhugnanlega margir hafa misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. En þó við séum ekki á sama báti getum við sannmælst um að tryggja framfærslu fólks, grunn hins siðmenntaða samfélags, að fólk hafi til hnífs og skeiðar, þak yfir höfuðið og geti notið lífsins gæða. Við stöndum frammi fyrir stórum ákvörðunum um framtíðina. Í mínum huga er það hvorki gerlegt né æskilegt að leita í sama farið. Leiðarstef okkar við uppbyggingu samfélagsins og atvinnulífsins á að vera að allir hafi framfærslu; vinnandi fólk, fólk í atvinnuleit, öryrkjar, aldraðir og námsmenn. Ef við tryggjum ekki framfærslu fólks verður kreppan dýpri og erfiðari bæði fyrir einstaklinga og okkur sem samfélag. Framfærslutrygging er því lykilatriði í vörn og viðspyrnu. Í öllum kreppum leita fjármagnseigendur tækifæra til að auka auð sinn og komast yfir fyrirtæki, stofnanir og jafnvel heimili á brunaútsölu. Eina aflið gegn slíkri græðgi er samstaða fólks og barátta fjöldahreyfinga. Við munum berjast gegn því að endurreisnin verði byggð á að sameignir okkar verði seldar eða að slegið verði af kröfum um laun og aðbúnað vinnandi fólks. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna að verja þau réttindi sem við höfum samið um. Við viljum ekki ástand þar sem atvinnulaust fólk er svo örvæntingafullt að það undirbýður hvert annað í þeirri von að fá einhvern pening í vasann. Eða að slakað sé á öryggi vinnandi fólks í skjóli ástandsins. Þetta er raunveruleg hætta hér á landi og um heim allan. Ísland er fyrirmynd annarra í viðbrögðum við faraldrinum og við skulum líka vera fyrirmynd í því hvernig við byggjum okkur upp að nýju. Við viljum byggja upp réttlátt þjóðfélag. Við skulum einsetja okkur að eftir eitt ár, fyrsta maí árið 2021, verði búið að útrýma atvinnuleysi með góðum og öruggum störfum. Hér verðum við í fullum gangi að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu, menntun, tækni og nýsköpun. Við höfum styrkt okkar innviði og sameiginlegar grunnstoðir. Við getum horft stolt til baka þar sem lífskjörin voru varin, komið var í veg fyrir að reikningnum væri velt yfir á heimilin og jöfnuður hafður að leiðarljósi. Við búum við lýðræðislegt og opið samfélag. Um þetta sameinumst við í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Kæru félagar, það eru víða erfiðleikar en við munum komast í gegnum þá og verðum vonandi sterkari og jafnari og samfélagið réttlátara á eftir. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er forseti ASÍ
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun