Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða landsmönnum upp á skemmtiefni í beinu streymi í samkomubanninu.
Á laugardögum er áherslan lögð á börn og hafa leikarar leikhússins hvor af öðrum lesið ævintýri með tilþrifum.
Í dag klukkan 12 er komið að leikkonunni Esther Thalíu Casey og ætlar hún að lesa ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn.