Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 20:26 Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. Rekstraraðilar hótel- og gististaða hafa margir neyðst til að loka og segja upp fólki. Landsmenn hafa aftur á móti verið hvattir til að ferðast innanlands í sumar og þá er spurning hvað verður opið. Sjá einnig: Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni „Við erum ennþá með rúmlega 300 manns í vinnu hjá okkur til þess að sinna innanlandsmarkaðnum í sumar og ætlum að halda sjö opnum af þessum sautján,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem líkt og áður segir reka sautján hótel víða um landið. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Kea hótel hafa lokað átta af tíu hótelum en ætla að hafa meira opið í sumar. „Við höfum haldið opnu Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea-Hótela. „Við erum með Hótel Kötlu hjá Vík í Mýrdal, við erum að opna það núna þessa dagana og erum með því að treysta á innanlandstraffíkina að hún aukist með hækkandi sól. Og sama hérna á Akureyri, þetta eru tveir vinsælir staðir, við erum ekki að sjá fyrir okkur að við séum að auka neina opnun í Reykjavík næstu mánuðina hins vegar, “ segir Páll. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea.Vísir/Sigurjón Herbergjanýting hafi farið allt niður í 0% og jafnvel bara tvö til þrjú herbergi í notkun þegar sameinaðar eru bókanir frá sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu á eitt hótel. „Þetta er náttúrlega bara þrjóska að vera að standa í þessu. Við höfum bara viljað halda starfseminni gangandi bara eins og við höfum getað.“ Verri staða í Reykjavík Kristófer Oliversson, er eigandi og framkvæmdastjóri Center Hótela en hann er jafnframt formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann rekur átta hótel, öll íReykjavík, en aðeins eitt þeirra er opið. „Í raun væri jafnvel skynsamlegra að loka því,“ segir Kristófer. „Eins og í okkar tilfelli þá erum við hérna íReykjavík, 84% íbúa þjóðarinnar búa í innan viðklukkustundar fjarlægð. Við munum ekki hafa neinar gríðarlegar tekjur af Íslendingum. Úti á landi getur það orðið,“ segir Kristófer sem er sammála Páli um að staðan sé erfiðari á höfuðborgarsvæðinu. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/Egill „Það loka allir sem að geta og mikilvægt að menn á svæðum, þar sem eru mismunandi samkeppnisaðilar, að þeir ættu að koma sér saman um það og fá heimild til þess að hafa bara eitt hótel opið til þess að þreifa á markaðnum og fjölga þeim síðan eftir því sem að markaðurinn leyfir,“ segir Kristófer. Þetta sé þó ekki auðvelt í framkvæmd. Flestir bjóða tilboð og hundar velkomnir Kristófer, Páll og Davíð Torfi gera allir ráð fyrir að verð muni lækka. „Við munum sjá allt önnur verð í gangi, það er bara svoleiðis,“ segir Davíð Torfi og Páll tekur í sama streng. „Það er alveg klárt að meðalverðin hjá okkur lækka það er alveg klárt og við verðum eins og aðrir með góð tilboð,“ segir Páll. „Mér kæmi ekki á óvart ef verðið myndi lækka um 50% eða þar um bil til þess að nefna einhverja tölu, það sem maður hefur séð úti á markaðnum,“ segir Kristófer. Davíð Torfi segir tilboð fyrir sumarið þegar í undirbúningi. „Við ætlum að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi sem að mun bjóða hunda velkomna til dæmis inn á hótel þannig að það er mjög gott. Og við verðum með tilboð fyrir golfarann og tilboð fyrir fjölskylduna þannig að við munum sinna þessum innanlandsmarkaði mjög vel í sumar,“ segir Davíð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. Rekstraraðilar hótel- og gististaða hafa margir neyðst til að loka og segja upp fólki. Landsmenn hafa aftur á móti verið hvattir til að ferðast innanlands í sumar og þá er spurning hvað verður opið. Sjá einnig: Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni „Við erum ennþá með rúmlega 300 manns í vinnu hjá okkur til þess að sinna innanlandsmarkaðnum í sumar og ætlum að halda sjö opnum af þessum sautján,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem líkt og áður segir reka sautján hótel víða um landið. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Arnar Kea hótel hafa lokað átta af tíu hótelum en ætla að hafa meira opið í sumar. „Við höfum haldið opnu Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea-Hótela. „Við erum með Hótel Kötlu hjá Vík í Mýrdal, við erum að opna það núna þessa dagana og erum með því að treysta á innanlandstraffíkina að hún aukist með hækkandi sól. Og sama hérna á Akureyri, þetta eru tveir vinsælir staðir, við erum ekki að sjá fyrir okkur að við séum að auka neina opnun í Reykjavík næstu mánuðina hins vegar, “ segir Páll. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea.Vísir/Sigurjón Herbergjanýting hafi farið allt niður í 0% og jafnvel bara tvö til þrjú herbergi í notkun þegar sameinaðar eru bókanir frá sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu á eitt hótel. „Þetta er náttúrlega bara þrjóska að vera að standa í þessu. Við höfum bara viljað halda starfseminni gangandi bara eins og við höfum getað.“ Verri staða í Reykjavík Kristófer Oliversson, er eigandi og framkvæmdastjóri Center Hótela en hann er jafnframt formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann rekur átta hótel, öll íReykjavík, en aðeins eitt þeirra er opið. „Í raun væri jafnvel skynsamlegra að loka því,“ segir Kristófer. „Eins og í okkar tilfelli þá erum við hérna íReykjavík, 84% íbúa þjóðarinnar búa í innan viðklukkustundar fjarlægð. Við munum ekki hafa neinar gríðarlegar tekjur af Íslendingum. Úti á landi getur það orðið,“ segir Kristófer sem er sammála Páli um að staðan sé erfiðari á höfuðborgarsvæðinu. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/Egill „Það loka allir sem að geta og mikilvægt að menn á svæðum, þar sem eru mismunandi samkeppnisaðilar, að þeir ættu að koma sér saman um það og fá heimild til þess að hafa bara eitt hótel opið til þess að þreifa á markaðnum og fjölga þeim síðan eftir því sem að markaðurinn leyfir,“ segir Kristófer. Þetta sé þó ekki auðvelt í framkvæmd. Flestir bjóða tilboð og hundar velkomnir Kristófer, Páll og Davíð Torfi gera allir ráð fyrir að verð muni lækka. „Við munum sjá allt önnur verð í gangi, það er bara svoleiðis,“ segir Davíð Torfi og Páll tekur í sama streng. „Það er alveg klárt að meðalverðin hjá okkur lækka það er alveg klárt og við verðum eins og aðrir með góð tilboð,“ segir Páll. „Mér kæmi ekki á óvart ef verðið myndi lækka um 50% eða þar um bil til þess að nefna einhverja tölu, það sem maður hefur séð úti á markaðnum,“ segir Kristófer. Davíð Torfi segir tilboð fyrir sumarið þegar í undirbúningi. „Við ætlum að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi sem að mun bjóða hunda velkomna til dæmis inn á hótel þannig að það er mjög gott. Og við verðum með tilboð fyrir golfarann og tilboð fyrir fjölskylduna þannig að við munum sinna þessum innanlandsmarkaði mjög vel í sumar,“ segir Davíð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira