Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 23:36 Trudeau forsætisráðherra tilkynnti um bannið í dag. Myndin er úr safni. AP/Sean Kilpatrick/The Canadian Press Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36