Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2020 08:02 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Daniel O'Day forstjóri lyfjafyrirtækisins Gilead á fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu. Gilead ætlar að gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu remdesivir til að nota sem meðferðarúrræði við Covid-19. EPA/Erin Schaff Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. Nú verður því hægt að nota lyfið í alvarlegustu tilfellum veikinnar þegar fólk hefur verið lagt inn á sjúkrahús. Nýlega var gerð rannsókn með lyfið og var þar sýnt fram á að það gæti stytt tímann sem tæki fyrir sjúklinga sem voru alvarlega veikir að batna af Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við því að lyfið, sem var upprunalega þróað sem meðferð við Ebóla og er framleitt af lyfjafyrirtækinu Gilead, ætti ekki að nota sem einhverja „töfralausn“ við kórónuveirunni. Sjá einnig: Tilraunalyf vekur vonir Á fundi með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sagði Daniel O‘Day, forstjóri Gilead, að heimildin væri mikilvægt fyrsta skref. Þá muni fyrirtækið gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu. Stephen Hahn, forstjóri matvæla- og lyfjaeftirlitsins, sagði á fundinum: „Þetta er fyrsta meðferðin við Covid-19 sem hefur verið gerð heimil og við erum mjög stolt af því að vera hluti af því skrefi.“ Donald Trump hefur verið hávær talsmaður þess að nota remdesivir sem meðferðarúrræði við Covid-19 en í rannsókninni sem gerð var á virkni lyfsins við Covid-19 kom í ljós að lyfið gæti stytt veikindatímann úr fimmtán dögum í ellefu. Í rannsókninni tóku 1.063 þátt og voru það sjúklingar á sjúkrahúsum víðs vegar um heiminn. Sumir fengu lyfið sjálft í æð en aðrir fengu lyfleysumeðferð. Þrátt fyrir að lyfið stytti mögulega veikindatímann er ekki ljóst hvort það komi í veg fyrir dauðsföll af völdum Covid-19. Rannsóknirnar sem hafa verið gerðar á áhrifum lyfsins á Covid-19 eru mun fámennari Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Kári segir Bretum að veiran hafi „mjög snemma“ verið útbreidd þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé ljóst að kórónuveiran hafi verið útbreidd í Bretlandi mjög snemma í faraldrinum sem henni hefur fylgt. 28. apríl 2020 08:47 Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. Nú verður því hægt að nota lyfið í alvarlegustu tilfellum veikinnar þegar fólk hefur verið lagt inn á sjúkrahús. Nýlega var gerð rannsókn með lyfið og var þar sýnt fram á að það gæti stytt tímann sem tæki fyrir sjúklinga sem voru alvarlega veikir að batna af Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við því að lyfið, sem var upprunalega þróað sem meðferð við Ebóla og er framleitt af lyfjafyrirtækinu Gilead, ætti ekki að nota sem einhverja „töfralausn“ við kórónuveirunni. Sjá einnig: Tilraunalyf vekur vonir Á fundi með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sagði Daniel O‘Day, forstjóri Gilead, að heimildin væri mikilvægt fyrsta skref. Þá muni fyrirtækið gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu. Stephen Hahn, forstjóri matvæla- og lyfjaeftirlitsins, sagði á fundinum: „Þetta er fyrsta meðferðin við Covid-19 sem hefur verið gerð heimil og við erum mjög stolt af því að vera hluti af því skrefi.“ Donald Trump hefur verið hávær talsmaður þess að nota remdesivir sem meðferðarúrræði við Covid-19 en í rannsókninni sem gerð var á virkni lyfsins við Covid-19 kom í ljós að lyfið gæti stytt veikindatímann úr fimmtán dögum í ellefu. Í rannsókninni tóku 1.063 þátt og voru það sjúklingar á sjúkrahúsum víðs vegar um heiminn. Sumir fengu lyfið sjálft í æð en aðrir fengu lyfleysumeðferð. Þrátt fyrir að lyfið stytti mögulega veikindatímann er ekki ljóst hvort það komi í veg fyrir dauðsföll af völdum Covid-19. Rannsóknirnar sem hafa verið gerðar á áhrifum lyfsins á Covid-19 eru mun fámennari
Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Kári segir Bretum að veiran hafi „mjög snemma“ verið útbreidd þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé ljóst að kórónuveiran hafi verið útbreidd í Bretlandi mjög snemma í faraldrinum sem henni hefur fylgt. 28. apríl 2020 08:47 Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00
Kári segir Bretum að veiran hafi „mjög snemma“ verið útbreidd þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé ljóst að kórónuveiran hafi verið útbreidd í Bretlandi mjög snemma í faraldrinum sem henni hefur fylgt. 28. apríl 2020 08:47
Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37