Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2020 08:02 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Daniel O'Day forstjóri lyfjafyrirtækisins Gilead á fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu. Gilead ætlar að gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu remdesivir til að nota sem meðferðarúrræði við Covid-19. EPA/Erin Schaff Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. Nú verður því hægt að nota lyfið í alvarlegustu tilfellum veikinnar þegar fólk hefur verið lagt inn á sjúkrahús. Nýlega var gerð rannsókn með lyfið og var þar sýnt fram á að það gæti stytt tímann sem tæki fyrir sjúklinga sem voru alvarlega veikir að batna af Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við því að lyfið, sem var upprunalega þróað sem meðferð við Ebóla og er framleitt af lyfjafyrirtækinu Gilead, ætti ekki að nota sem einhverja „töfralausn“ við kórónuveirunni. Sjá einnig: Tilraunalyf vekur vonir Á fundi með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sagði Daniel O‘Day, forstjóri Gilead, að heimildin væri mikilvægt fyrsta skref. Þá muni fyrirtækið gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu. Stephen Hahn, forstjóri matvæla- og lyfjaeftirlitsins, sagði á fundinum: „Þetta er fyrsta meðferðin við Covid-19 sem hefur verið gerð heimil og við erum mjög stolt af því að vera hluti af því skrefi.“ Donald Trump hefur verið hávær talsmaður þess að nota remdesivir sem meðferðarúrræði við Covid-19 en í rannsókninni sem gerð var á virkni lyfsins við Covid-19 kom í ljós að lyfið gæti stytt veikindatímann úr fimmtán dögum í ellefu. Í rannsókninni tóku 1.063 þátt og voru það sjúklingar á sjúkrahúsum víðs vegar um heiminn. Sumir fengu lyfið sjálft í æð en aðrir fengu lyfleysumeðferð. Þrátt fyrir að lyfið stytti mögulega veikindatímann er ekki ljóst hvort það komi í veg fyrir dauðsföll af völdum Covid-19. Rannsóknirnar sem hafa verið gerðar á áhrifum lyfsins á Covid-19 eru mun fámennari Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Kári segir Bretum að veiran hafi „mjög snemma“ verið útbreidd þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé ljóst að kórónuveiran hafi verið útbreidd í Bretlandi mjög snemma í faraldrinum sem henni hefur fylgt. 28. apríl 2020 08:47 Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. Nú verður því hægt að nota lyfið í alvarlegustu tilfellum veikinnar þegar fólk hefur verið lagt inn á sjúkrahús. Nýlega var gerð rannsókn með lyfið og var þar sýnt fram á að það gæti stytt tímann sem tæki fyrir sjúklinga sem voru alvarlega veikir að batna af Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við því að lyfið, sem var upprunalega þróað sem meðferð við Ebóla og er framleitt af lyfjafyrirtækinu Gilead, ætti ekki að nota sem einhverja „töfralausn“ við kórónuveirunni. Sjá einnig: Tilraunalyf vekur vonir Á fundi með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sagði Daniel O‘Day, forstjóri Gilead, að heimildin væri mikilvægt fyrsta skref. Þá muni fyrirtækið gefa 1,5 milljónir skammta af lyfinu. Stephen Hahn, forstjóri matvæla- og lyfjaeftirlitsins, sagði á fundinum: „Þetta er fyrsta meðferðin við Covid-19 sem hefur verið gerð heimil og við erum mjög stolt af því að vera hluti af því skrefi.“ Donald Trump hefur verið hávær talsmaður þess að nota remdesivir sem meðferðarúrræði við Covid-19 en í rannsókninni sem gerð var á virkni lyfsins við Covid-19 kom í ljós að lyfið gæti stytt veikindatímann úr fimmtán dögum í ellefu. Í rannsókninni tóku 1.063 þátt og voru það sjúklingar á sjúkrahúsum víðs vegar um heiminn. Sumir fengu lyfið sjálft í æð en aðrir fengu lyfleysumeðferð. Þrátt fyrir að lyfið stytti mögulega veikindatímann er ekki ljóst hvort það komi í veg fyrir dauðsföll af völdum Covid-19. Rannsóknirnar sem hafa verið gerðar á áhrifum lyfsins á Covid-19 eru mun fámennari
Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Kári segir Bretum að veiran hafi „mjög snemma“ verið útbreidd þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé ljóst að kórónuveiran hafi verið útbreidd í Bretlandi mjög snemma í faraldrinum sem henni hefur fylgt. 28. apríl 2020 08:47 Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00
Kári segir Bretum að veiran hafi „mjög snemma“ verið útbreidd þar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky News að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé ljóst að kórónuveiran hafi verið útbreidd í Bretlandi mjög snemma í faraldrinum sem henni hefur fylgt. 28. apríl 2020 08:47
Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37