Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:00 Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent