Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:00 Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14