Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:00 Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14