Hittist ekki í búningsklefum og fagni mörkum með óhefðbundnum hætti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 12:45 Mikael Anderson og aðrir leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar þurfa að búa sig undir breyttar aðstæður. VÍSIR/GETTY Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku. Danski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku.
Danski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira