Læknir telur öryggi annarra heimilismanna á Eir tryggt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 11:39 Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann. Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44
Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36