Borðaði tíu þúsund hitaeiningar á dag: „Þetta tekur rosalega á líkamann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2020 13:29 Hafþór og Rikki G í hljóðveri FM957 í morgun. Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan. Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan.
Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14