Hver á að vera næsti landsliðsfyrirliði? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni eftir Ólympíuleikana 2012 og bar það næstu átta árin. vísir/epa Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty
Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira