Átak að takast á við lubba landans Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2020 20:00 Það var líf og fjör á hársnyrtistofunni Blondie í dag, fyrsta daginn í nokkrar vikur sem mátti hafa opið. vísir/sigurjón Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira