Sagðist geta lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði þegar hann bætti heimsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 07:30 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti