Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:15 Þýskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar þeir reyndu að komast frá Nýja-Sjálandi í byrjun apríl þegar faraldurinn var í hámarki í landinu. Kai Schwoerer/Getty Images Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum. Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira
Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum.
Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira