Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu á HM í Katar en hann varð bæði markakóngur HM og þýsku deildarinnar þegar hann var síðast hjá Gummersbach. epa/Ali Haider Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira