Skoða sín mál eftir að hafa flogið smekkfullri vél Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 08:44 Airbus-þota á vegum Air Lingus. Getty/ Nicolas Economou Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv. Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Forsvarsmenn írska flugfélagsins Aer Lingus segjast vera með vinnureglur sínar til skoðunar eftir að vél á vegum félagsins flaug full af farþegum í gær. Fjölmörg flugfélög, sem sjá fram á að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn, reyna að nú að fóta sig í breyttum veruleika og öðlast traust veiruhræddra farþega. Þannig hafa ýmis flugfélög, Icelandair þar á meðal, forðast það að selja í miðjusæti véla sinna á meðan Lufthansa og Wizz Air hafa komið á grímuskyldu. Flugsamgöngur eru þó í lamasessi, flest félög halda aðeins úti örfáum og bráðnauðsynlegum leiðum eða hafa alfarið fært sig yfir í fraktflutninga meðan ástandið varir. Fyrrnefnt Air Lingus hefur þannig haldið úti takmörkuðu flugi á milli Lundúna og Belfast á Norður-Írlandi, flugleið sem félagið segir sjálft að mikil eftirspurn sé eftir. Air Lingus hefur sætt gagnrýni síðastliðinn sólarhring eftir að vél félagsins á þessari leið í gær var þéttsetin. Talsmaður Air Lingus segir að flugfélagið sé með starfsáætlun sína til skoðunar eftir að umrædd vél var „óvenju mikið lestuð“ eins og talsmaðurinn orðaði. Í ljósi vinsælda flugleiðarinnar þurfi Air Lingus að grípa til einhverra aðgerða, án þess þó að tiltaka hvaða breytingar væru til skoðunar. Ómögulegt er að segja til um hvenær flugsamgöngur komast aftur í samt horf. Lítil bjartsýni er í fluggeiranum hvað þetta varðar og hafa svartsýnustu spár borið með sér að það muni taka allt að tvö ár fyrir ferðalög að komast aftur í fyrra horf. Ýmsum hugmyndum hefur þó verið varpað fram til að liðka fyrir flugsamgöngum á kórónuveirutímum; tvíhliða samningar ríkja sem hafa staðið sig vel í baráttunni, að takmarka samneyti ferðamanna og innfæddra, að prófa ferðamenn fyrir veirunni fyrir eða eftir flugið o.s.frv.
Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15 Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð. 5. maí 2020 06:15
Icelandair heldur miðjusætunum auðum Að óbreyttu munu miðjusætin í vélum Icelandair vera auð fram undir lok maí. 20. apríl 2020 12:30