Hvass en umhyggjusamur maður sem hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2020 11:29 Flestir Íslendingar þekkja röddina sem heyrðist í áratugi í útvarpstækjum landsmanna. Gissur kvaddi 5. apríl. Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann. Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Sjá meira
Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann.
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Sjá meira