Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 5. maí 2020 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi félagsins með þeim starfsmönnum sem lagt hafa niður störf í Kópavogi nú í hádeginu. Vísir/Vilhelm Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni. Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni.
Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira