Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.
Að þessu sinni fór Langston í heimalandið og hitti parið Amy og Greg í Queensland í Ástralíu.
Áhugi þeirra á smáhýsum kviknaði þegar þau sáu einmitt innslag frá Langston og hafa þau komið fyrir stórkostlegu smáhýsi úti í sveit og það á hjólum, svo hægt sé að færa heimilið.
Fallegur sólarpallur er fyrir utan heimilið og sem nýtist vel fyrir fjölskylduna en aðra hverja viku eru börn Greg á staðnum og fer vel um alla á heimilinu.
Þessi fjögurra manna fjölskylda nýtur lífsins í þessu smáhýsi en umfjöllunina um húsið má sjá hér að neðan.