Slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem stærri hópar mega koma saman Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:28 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira