Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 13:00 Siglufjarðarvegur tengir saman Siglufjörð og Fljótin í gegnum Strákagöng. Vísir „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan. Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan.
Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira