Tveggja ára barn á meðal þeirra sem slösuðu sig á flugeldum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2021 10:17 Um tíu manns leituðu á bráðamóttöku í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Vísir/Vilhelm Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“ Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira