Tveggja ára barn á meðal þeirra sem slösuðu sig á flugeldum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2021 10:17 Um tíu manns leituðu á bráðamóttöku í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Vísir/Vilhelm Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“ Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira