Tveggja ára barn á meðal þeirra sem slösuðu sig á flugeldum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2021 10:17 Um tíu manns leituðu á bráðamóttöku í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Vísir/Vilhelm Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“ Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira