Hópamyndun við Hallgrímskirkju í nótt tilkynnt til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 14:02 Það var margt um manninn. Vísir/Egill Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópamyndun við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira