Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd? Gróa Jóhannsdóttir skrifar 1. janúar 2021 16:01 Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun