Anníe Mist um erfiðasta árið á ævinni og ótrúlega árið sem er framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti á árinu 2021. Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira