73 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum á geðlyfjum Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. janúar 2021 22:00 Neysla íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum á geðlyfjum hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. Getty 58,5% íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum voru með geðsjúkdómagreiningu árið 2018 og tóku 72,5% íbúa einhvers konar geðlyf að staðaldri. Neysla slíkra lyfja hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. 22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent