Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2021 13:04 Davíð Þorláksson er nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Davíð hefur verið forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins frá 2017 en starfaði áður sem yfirlögfræðingur Icelandair Group frá 2009-2017 ásamt því að vera framkvæmdastjóri fasteignafélaganna Lindarvatns frá 2015-2017 og Hljómalindarreits frá 2016-2017. Davíð var yfirlögfræðingur fjárfestingabankans Askar Capital 2007-2009, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2005-2007 og samhliða því verkefnastjóri við lagadeild Háskólans í Reykjavik. Davíð er reglulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu og hefur umtalsverða stjórnarreynslu, er í dag formaður stjórnar hjá bæði VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Ungum frumkvöðlum. Hann var formaður stýrihóps mennta- og menningarmálaráðherra um máltækni fyrir íslensku og sat í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins auk þess að hafa setið í ráðgjafanefndum EES og EFTA 2005-2007. Þá var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2011-2013. Davíð er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og varð héraðsdómslögmaður 2009. Hann er með MBA gráðu frá London Business School og varð löggiltur verðbréfamiðlari 2017. Fram kemur í tilkynningu að Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf hafi haft umsjón með ráðningarferlinu. Betri samgöngur ohf. er opinbert hlutafélag sem stofnað var til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við samgöngusáttmála sem ríkið sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra. Þar með talið mikilvægar stofnvegaframkvæmdir til að tryggja umferðaröryggi, uppbygging almenningssamgangna með Borgarlínu og uppbygging göngu- og hjólastíga. Markmið félagsins er að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Auk þess að vinna að auknu umferðaröryggi og stuðla að því að loftslagsmarkmiði um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag verði náð. Félaginu er ætlað að tryggja samstarf milli ríkis og sveitarfélaga um skilvirka uppbyggingu samgönguinnviða. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdunum og fjármögnun þeirra m.a. með yfirtöku og þróun á landi við Keldur í Reykjavík. Vistaskipti Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2020 16:13 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Davíð hefur verið forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins frá 2017 en starfaði áður sem yfirlögfræðingur Icelandair Group frá 2009-2017 ásamt því að vera framkvæmdastjóri fasteignafélaganna Lindarvatns frá 2015-2017 og Hljómalindarreits frá 2016-2017. Davíð var yfirlögfræðingur fjárfestingabankans Askar Capital 2007-2009, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2005-2007 og samhliða því verkefnastjóri við lagadeild Háskólans í Reykjavik. Davíð er reglulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu og hefur umtalsverða stjórnarreynslu, er í dag formaður stjórnar hjá bæði VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Ungum frumkvöðlum. Hann var formaður stýrihóps mennta- og menningarmálaráðherra um máltækni fyrir íslensku og sat í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins auk þess að hafa setið í ráðgjafanefndum EES og EFTA 2005-2007. Þá var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2011-2013. Davíð er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og varð héraðsdómslögmaður 2009. Hann er með MBA gráðu frá London Business School og varð löggiltur verðbréfamiðlari 2017. Fram kemur í tilkynningu að Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf hafi haft umsjón með ráðningarferlinu. Betri samgöngur ohf. er opinbert hlutafélag sem stofnað var til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við samgöngusáttmála sem ríkið sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra. Þar með talið mikilvægar stofnvegaframkvæmdir til að tryggja umferðaröryggi, uppbygging almenningssamgangna með Borgarlínu og uppbygging göngu- og hjólastíga. Markmið félagsins er að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Auk þess að vinna að auknu umferðaröryggi og stuðla að því að loftslagsmarkmiði um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag verði náð. Félaginu er ætlað að tryggja samstarf milli ríkis og sveitarfélaga um skilvirka uppbyggingu samgönguinnviða. Fyrirtækið hefur yfirumsjón með framkvæmdunum og fjármögnun þeirra m.a. með yfirtöku og þróun á landi við Keldur í Reykjavík.
Vistaskipti Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2020 16:13 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2020 16:13