Doktorsnemar nái ekki endum saman og andleg heilsa þeirra slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2021 22:02 Andleg heilsa doktorsnema er oft á tíðum mjög slæm að sögn formanns félags doktorsnema. Þeir eigi erfitt með að ná endum saman og þurfi því að vinna mikið með náminu þrátt fyrir að doktorsnám sé skilgreint sem full vinna. Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira